is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9978

Titill: 
 • Áhrif verðtryggingar á lánsframboð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikið hefur verið rætt um áhrif verðtryggingar á heimili landsins en lítið hefur verið fjallað um hvaða áhrif afnám verðtryggingar gæti haft á framboð lánsfjár. Markmiðið með þessari ritgerð var að kanna áhrif verðtryggingar á framboð lánsfjár á Íslandi. Áhersla var lögð á íbúðalán og þróun fasteignamarkaðar á síðastliðnum árum. Íbúðalán hérlendis eru langtímalán og í langflestum tilfellum verðtryggð og því gott rannsóknarefni í þessari ritgerð. Ísland er eitt af fáum þróuðum ríkjum heims sem notast við verðtryggingu með þessum hætti á lánsfjármagn. Þess vegna var norrænt efnahagsástand skoðað ásamt því að líta inn á fasteignamarkaði þar og aðstæður bornar saman við aðstæður hérlendis.
  Margar skýrslur hafa verið gerðar um verðtryggingu hér á landi og var stuðst við þær ásamt gögnum frá Seðlabanka Íslands, Hagstofu Íslands og Þjóðskrá Íslands.
  Helstu niðurstöður eru að án verðtryggingar væri framboð lánsfjár lítið. Ástæðan er sú að fjármálastofnanir samanstanda af innlánum og útlánum og í flestum tilfellum eru innlán almennings verðtryggð og því erfitt fyrir stofnanirnar að hafa útlánin óverðtryggð, slíkt skapar ójafnvægi í fjármálastöðugleika stofnana. Að auki er ein helsta uppspretta lánsfjármagns í gegnum lífeyrissjóðina. Launþegar eru skyldugir til að greiða ákveðna prósentu af mánaðarlaunum sínum í lífeyrissjóð gegn því að fá mánaðarlegan lífeyri eftir starfslok. Það er því krafa launþega að mánaðarlegu greiðslurnar haldi raungildi sínu, frá greiðsludegi til útborgunar, að viðbættum raunvöxtum. Þessi sjálfsagða krafa almennings gerir fjármálastofnunum erfitt að veita óverðtryggð útlán.
  Ísland er lítið hagkerfi með sjálfstæðan gjaldeyri sem þarf að treysta mikið á inn- og útflutning og því ræðst verðlag mikið af stöðu krónunnar. Vegna óstöðugleika í verðlagi þyrftu vextir óverðtryggðra lána að vera mjög háir. Því má fullyrða að ef verðtryggingar nyti ekki við væru lánskjör mun verri en nú viðgengst. Ljóst er að án verðtryggingar væri bæði erfitt fyrir almenning að fá lánsfjármagn og lánskjör væru mun lakari.

Samþykkt: 
 • 9.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif verðtryggingar á lánsframboð.pdf1.36 MBLokaðurHeildartextiPDF