Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9979
Í þessari ritgerð er fjallað um sjálfsmynd og hversdagsleika í sjálfsævisögulegum myndasögum Eddie Campbells. Fjögur af helstu sjálfsævisögulegum verkum Campbells eru rannsökuð með tilliti til birtingarmynda höfundarins á blaðsíðunni og framsetningu hversdagslegs veruleika. Sýnt er fram á þróun þessarra þátta sagnanna og víxlverkandi tengsl á milli þeirra, og loks niðurstöðu beggja í skáldaðri ævisögu. Áhersla Campbells á hversdagsleikann er auk þess sett í samhengi við hefð hinnar sjálfsævisögulegu myndasögu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAritgerd.pdf | 43,54 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |