en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9984

Title: 
  • Title is in Icelandic Goffman á Facebook. Afhjúpun sjálfsins í rafheimum. Face to Facebook
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð var greiningalíkan Erving Goffman notað til þess að skoða rafræn samskipti og sjónum sérstaklega beint að samskiptavefnum Facebook. Markmiðið var að kanna hvort kenningar Goffman um leikræn samskipti ættu við í þeim samskiptaferlum sem tíðkast þar. Rannsóknir sem tengjast efninu voru skoðaðar og út frá þeim var meðal annars hugtakið „fjölpersónulegt“ (e. mass-personal) kynnt til sögunnar. Einnig var skoðaður samskiptavefurinn Formspring.me sem nýtur nokkurra vinsælda á meðal unglinga á Íslandi og eðli vefjarins sett í samhengi við greiningalíkan Goffman. Nota mátti greiningarlíkan Goffman til þess að skýra hluta þessara samskipta, en líkamleg fjarvera einstaklinga sem eiga í þessum samskiptatengslum kemur í veg fyrir það að stórir hlutir kenningarammans séu nýtanlegir. Þeir hlutar sem byggjast á félaglegri nánd og samvinnu allra hlutaðeigandi er ekki til staðar á Internetinu. Þeir ólíku hópar sem voru viðtakendur persónulegra upplýsinga einstaklinga eru ólíklegri til þess að meðtaka þær allir á sama hátt með sinn mismunandi tengslagrunn. Þessar félagslegu aðstæður lúta ekki lögmálinu um það að allir hlutaðeigandi vinni að sama raunveruleika. Niðurstaðan varð sú að nýtt form tjáskipta undir hugtakinu „fjölpersónulegt“ sé að mótast á Facebook og Formspring.me. Mætti þó bæta samskiptavefjum inn í greiningaramma Goffman, því enn er of snemmt að spá fyrir um endanlega umbyltingu samskipta eða í hvaða átt fjöleinkasjálfið muni þróast.

Accepted: 
  • Sep 9, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9984


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sigrún Eva BA.pdf978.31 kBOpenHeildartextiPDFView/Open