is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9987

Titill: 
 • Stimplun frávikshegðunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stimplunarkenningin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1938 og var ríkjandi í fræðasamfélaginu í kringum 1960. Á þeim tíma voru gerðar fjölmargar rannsóknir með kenninguna að leiðarljósi en með tímanum fór að bera á gagnrýnisröddum .Upp úr miðjum 9. áratug síðustu aldar taldist kenningin úrelt í fræðasamfélaginu en seint á 10. áratugnum kom hún aftur fram á sjónarsviðið.
  Hér verður fjallað um stimplunarkenninguna í hnotskurn. Settar verða fram hugmyndir fræðimanna um hugtakið stimplun og almennar skilgreiningar, sem hafa verið settar fram í gegnum tíðina, ræddar. Ýmsar rannsóknir unnar með stimplunarkenninguna til hliðsjónar verða teknar fyrir til að sýna hverjar afleiðingar stimplunar geta verið. Ekki eru allir sammála þessari kenningu og hefur hún verið nokkuð gagnrýnd, hér að neðan verður því sú gagnrýni rædd, niðurstöður kynntar og þannig sýnt fram á mikilvægi kenningarinnar.
  Meginniðurstöðurnar eru þær að afleiðingar stimplunar séu oftast neikvæðar fyrir einstaklinginn og kemur það m.a. fram í skertum tækifærum og neikvæðri sjálfsmynd sem getur ýtt undir frekari frávikshegðun.
  Þessar upplýsingar væri hægt að nota til frekari uppbyggingar og þannig draga úr vægi skorts á tækifærum sem hinn stimplaði verður fyrir.

Samþykkt: 
 • 9.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stimplun frávikshegðunar.pdf495.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna