en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/999

Title: 
 • Title is in Icelandic Vísitölusjóðir : og notkun á þeim meðal fagfjárfesta á Íslandi
Advisor: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessa verkefnis er að kanna notkun íslenskra fagfjárfesta á vísitölusjóðum og afstöðu þeirra til slíkra sjóða og nýtingu þeirra.
  Spurningin sem leitast er við að svara er hvert viðhorf fagfjárfesta er til hlutlausrar stýringar hlutafjár og notkun þeirra á slíkum leiðum. Einnig hvort arðbært væri að stofna slíkan sjóð hér á landi. Til að kanna notkun fagfjárfesta var send könnun til helstu lífeyrissjóða landsins og þeir beðnir um að svara nokkrum spurningum, spurningarlista og svör má sjá í viðauka 1 og 2.
  Vísitölusjóðir eru sjóðir sem líkja eftir eignauppbyggingu vísitalna og eiga því að endurspegla hana. Einnig eru kauphallarsjóðir hluti af hlutlausum leiðum en þeir eru frábrugðnir vísitölusjóðum að því leyti að með þá er verslað eins og um hlutabréf væri að ræða.
  Á Íslandi eru þrír vísitölusjóðir í boði Sjóður 6, Úrvalsvísitölusjóður og Úrvalssjóðurinn en jafnframt bjóða nokkur fjármálafyrirtæki upp á vísitölusjóði frá erlendum samstarfsaðilum.
  Svörun var tæp 70% í könnuninni og voru helstu niðurstöður þær að lífeyrissjóðir eru yfirleitt jákvæðir gagnvart hlutlausri stýringu og eru að meðaltali með 30% af hlutafjáreign í vísitölusjóðum.
  Eftir athugun á íslenska markaðinum og þóknanir þeirra sjóða sem í boði eru er það mitt mat að arðbært væri að stofna vísitölusjóð ef þóknun er höfð í samræmi við væntingar lífeyrissjóðanna.
  Fimm lykilorð:
  Vísitölusjóðir, Hlutlaus hlutabréfastýring, verðbréf, sjóðsstýring, kauphallarsjóðir, íslenski hlutabréfamarkaðurinn.

Accepted: 
 • Jan 1, 2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/999


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
visitolusj.pdf813.52 kBOpenVísitölusjóðir - heildPDFView/Open