is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9991

Titill: 
  • Hugrás. Vefrit Hugvísindasviðs
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar Hugvísindasvið fór af stað með vefritið Hugrás má segja að það hafi að einhverju marki verið til að reyna að vinna gegn þeirri tilhneigingu vísindasamfélagsins að loka sig af og sinna aðeins fræðistörfunum. Borið hafði á þeirri umræðu að fræðimenn á Hugvísindasviði þyrftu að gera sig gildandi í samfélagsumræðunni á tímum dvínandi menningarumfjöllunar. Hlutverk háskóla, ekki síst ríkisháskóla, er að vera í samræðu við samfélagið og almenning í landinu og miðla þekkingu.
    Í þarfagreiningu Hugrásar lá fyrir eftirfarandi lýsing á markmiðum vefsvæðisins: „Vefritið er hugsað sem virkur fréttamiðill í hugvísindum og vettvangur fyrir fræðimenn í gagnrýnni samfélagsumræðu, skáldskap, þýðingar og kynningu á rannsóknum og kennslu í hugvísindum. Vefritið birtir fyrst og fremst efni á íslensku en er opið fyrir greinum á öllum öðrum tungumálum í skilgreindum efnisflokkum.“ Á vormisseri 2010 hóf undirbúningshópur að vinna að þróun hugmyndarinnar. Undirbúningurinn tók um 12 mánuði allt frá grunnhugmyndavinnu þar til að sviðið var komið með virkan menningarmiðil.
    Hér verður fjallað um undirbúning og birtingu vefritsins Hugrásar, ávinninginn af því, og hvaða lærdóm má draga af vinnunni. Farið verður í hvað vinnan við Hugrás fól í sér og hvað mætti betur fara í rekstri vefritsins. Í fylgiskjölum má finna skjáskot og myndir af því helsta sem fjallað er um í skýrslunni. Handbók Hugrásar er einnig að finna í fylgiskjölum en henni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir nýja starfsmenn, t.d. þá nema í hagnýtri ritstjórn og útgáfu sem koma til með að vinna við Hugrás í nánustu framtíð. Upplýsingar um ýmis hugtök má finna í Hugtakaskrá í fylgiskjölum. Í fylgiskjölum er svo gát- og verkefnalisti yfir þau verkefni sem enn bíða úrlausnar bæði á vefsvæðinu og í daglegum rekstri vefritsins.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugras-Skemma.pdf4.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna