is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9997

Titill: 
  • Sagnir í íslenska táknmálinu. Formleg einkenni og málfræðilegar formdeildir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir sagnakerfi íslenska táknmálsins (ÍTM), bæði í ljósi algildra lögmála sem gilda um tungumál almennt, sem og fræðilegra kenninga og umfjöllunar um önnur táknmál [1].
    Í upphafi ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir rannsóknasögu táknmála, auk sérstakrar umfjöllunar um rannsóknasögu íslenska táknmálsins. Þá er vikið að sögnum í táknmálum og gerð er ítarleg grein fyrir þeim þremur tegundum sagna sem finnast í langflestum táknmálum sem rannsökuð hafa verið til þessa. Þessar þrjár tegundir nefnast venjulegar sagnir (e. plain verbs), áttbeygðar sagnir (e. agreement verbs, indicating verbs) og próformasagnir (e. classifier predicates, depicting verbs).
    Seinni hluti ritgerðarinnar snýr að rannsókn á íslenska táknmálinu en sú umfjöllun hefst á almennri umræðu um táknmálssamfélög og gagnasöfnun. Þá er gerð grein fyrir þeim gögnum sem rannsóknin byggir á og hvernig unnið var úr þeim. Rannsóknin miðaði að því að leggja fram grunnlýsingu á venjulegum sögnum og áttbeygðum sögnum í íslenska táknmálinu [2]. Gerð verður grein fyrir kerfisbundnum eiginleikum þessara tveggja sagnategunda og þeir bornir saman við þá eiginleika sem þekktir eru bæði í raddmálum og í öðrum táknmálum.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er sú grunnlýsing sem lögð er fram á venjulegum sögnum og áttbeygðum sögnum í íslenska táknmálinu. Þessi rannsókn sýnir að táknmál eru ekki undanskilin algildum lögmálum sem gilda um tungumál almennt. Sagnir í táknmálum eru t.d. byggðar upp af smærri einingum sem bera merkingu, líkt og sagnir raddmála. Sagnir í táknmálum eiga það einnig sameiginlegt með sögnum í raddmálum að þeim má skipta upp í áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir og að þær geta falið í sér málfræðilegar formdeildir (e. grammatical categories) líkt og persónu og tölu. Sagnir í íslenska táknmálinu eru sambærilegar sögnum í öðrum táknmálum. Áttbeygðar sagnir í ÍTM fela í sér formdeildirnar persóna, tala og staðsetning en venjulegar sagnir í ÍTM sýna enga þessara formdeilda. Þá fela allar sagnir í sér formdeildirnar hátt, horf og ákefð.
    [1] Táknmál eru þau mál heimsins sem tjáð eru með höndum og numin með sjón ólíkt raddmálum sem eru tjáð með röddu og numin með heyrn.
    [2] Ástæða þess að hér verður ekki lögð fram grunnlýsing á próformasögnum í ÍTM er að þær hafa ekkert staðlað form.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study is to describe the verbal system of the Icelandic sign language, both with respect to universal principles of languages in general, and to theories and data from other sign languages [1].
    First, historical discussion of studies of sign languages will be presented, including a special overview of the history of studies on the Icelandic sign language. Then verbs in sign languages will be discussed, specifically the three classes of verbs that are found in most studied sign languages. Those three verb classes are plain verbs, agreement verbs (also known as indicating verbs) and classifier predicates (also known as depicting verbs).
    The latter part of this thesis is devoted to a study of the Icelandic sign language, beginning with a discussion on sign language communities and data collection. Then, the data on which the study is based will be discussed, as well as analysis of the data. The purpose of the study was to present a basic description of plain verbs and agreement verbs in Icelandic sign language [2]. Systematic properties of these two verb classes will be discussed and compared with known properties of spoken languages and other sign languages.
    The primary objective of this study is a basic description of plain verbs and agreement verbs in Icelandic sign language. The study shows that sign languages are not exempt from universal principles of languages in general. Verbs in sign languages, for example, consist of smaller units which carry meaning, similarly to verbs in spoken languages. Verbs in sign languages can, just as verbs in spoken languages, be divided into transitive and intransitive verbs, and they can express grammatical categories, such as person and number. Verbs in Icelandic sign language are comparable to verbs in other sign languages. Agreement verbs in Icelandic sign language express the grammatical categories of person, number and location, but plain verbs in Icelandic sign language express none of these grammatical categories. In addition, all the verbs express the grammatical categories of manner, aspect and intensification.
    [1] Sign languages are those languages of the world, which are expressed with hands and perceived with sight, unlike spoken languages, which are expressed with voice and perceived with hearing.
    [2] The reason why classifier predicates will not be described for Icelandic sign language is that they do not have a standardized form.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sagnir i taknmalum _titilsida_KLÞ 2011.pdf8.25 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Sagnir i taknmálum_MA ritgerd_KLÞ 2011.pdf2.28 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Sagnir i taknmalum _forsida_KLÞ 2011.pdf31.46 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna