is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Hættuleg aðferð í skilningi 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þegar ekki hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás
föstudagur


Lögfræði
Höfundur
Elína Hrund Geirsdóttir 1987


Líkamsárásir eru taldar með þeim alvarlegstu afbrotum sem framin eru og geta afleiðingar slíkra árása haft bæði alvarleg og varanleg áhrif á líkama og líðan þeirra sem fyrir þeim verða. Þegar metið er hversu alvarleg árás er, er ekki alltaf nóg að líta til þeirra afleiðinga sem af árásinni hljóta... (2.832 stafir til viðbótar)


Neyðarvörn með áherslu á forsvaranlega aðferð
föstudagur


Lögfræði
Höfundur
Eggert Georgsson 1993


Í þessari ritgerð verður gert skil á reglum um neyðarvörn, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir skammstöfuð hgl.), skilyrði leyfilegrar neyðarvarnar og dómaframkvæmd í þeim efnum. Ritgerðin hefst á umfjöllun um ólögmætisskilyrði refsiábyrgðar, ásamt stuttri umfjöllun um neyð... (423 stafir til viðbótar)


Meginreglan um skyldubundið mat stjórnvalda
föstudagur


Lögfræði
Höfundur
Grímur Ásgeir Björnsson 1989


Í ritinu mun ég fjalla um hina óskráðu meginreglu stjórnsýsluréttarins um skyldubundið mat stjórnvalda við töku stjórnvaldsákvarðana. Farið verður með almennum hætti yfir meginregluna um skyldubundið mat, gildisvið, takmörk gildissviðs en einnig verður fjallað um aðkomu dómstóla að reglunni og ré... (260 stafir til viðbótar)


Gallaþröskuldur og tilgangur hans
föstudagur


Lögfræði
Höfundur
Guðfinna Jenný Þorsteinsdóttir 1993


Efni ritgerðarinnar snýr að gallaþröskuldi 2. málsl. 18. gr. fasteignakaupalaga. Ritgerðinni er skipt í tvennt þar sem annars vegar er inntak og tilgangur gallaþröskuldar skoðaður og hins vegar farið í það hvenær ágalli eignar rýrir verðmæti hennar svo að nokkru varði. Fyrir gildistöku laga nr. 4... (729 stafir til viðbótar)


Vægi vilja barna í umgengnisdeilum
fimmtudagur


Lögfræði
Höfundur
Sonja Anaís Ríkharðsdóttir 1993


Í þessari ritgerð verður leitast við að varpa ljósi á það hvort leitað sé vilja barnsins í ágreiningsmálum um umgengni, hvort afstaða þess hafi vægi á niðurstöðu málsins og þá að hve miklu leyti, m.a með því að líta til dómaframkvæmdar hér á landi.