is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknarita



Nýtt í Skemmunni


Milli frelsis og fallaxar: Söguleg og femínísk greining á kvenpersónum Dickens í Sögu tveggja borga
Höfundur
Arndís María Finnsdóttir 2000-


Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig Charles Dickens nýtir kvenpersónurnar Lucie Manette og Thérése Defarge í Sögu tveggja borga til að varpa ljósi á söguleg, bókmenntafræðileg og félagsleg kynhlutverk, með sérstaka áherslu á sögulegt samhengi frönsku byltingarinnar og hugmyndir nútímafemínism... (570 stafir til viðbótar)


Samkenndarþreyta og samkenndarsátt: ProQOL mæling á starfsfólki geðsviðs Landspítala
Höfundur
Freydís Óskarsdóttir 2000-


Samkenndarþreyta og samkenndarsátt hafa verið rannsökuð víða, þó eru heldur fáar rannsóknir sem snúa að efninu hérlendis. Samkenndarþreyta (e. compassion fatigue) er streita sem fólk sem starfar náið með einstaklingum í viðkvæmri stöðu getur komið til með að upplifa. Nýlega var ProQOL spurningali... (2.855 stafir til viðbótar)


Synjunarvald forseta lýðveldis Íslands
Höfundur
Kristófer Daði Kristjánsson 1999-


Í þessari ritgerð er fjallað um synjunarvald eða 26. gr. stjórnarskrárinnar. Í stuttu máli er það valdið sem forseti íslands hefur til þess að synja lagafrumvarpi og koma því í hendur þjóðarinnar sem tekur ákvörðun um hvort eigi að synja eða samþykkja lagafrumvarpið. Farið verður yfir upphaf stjó... (303 stafir til viðbótar)


,,Hvað sem gerist héðan í frá, breytir því ekki að ég verð áfram í þessum hópi, alltaf“: Upplifun kvenna úr hópi flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd af samfélagsvinnuverkefni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
Höfundur
Rakel Pálsdóttir 1987-


Rannsókn þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gagnsemi samfélagsvinnu-verkefnisins Saumó- tau með tilgang við að aðstoða flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd að fást við mikilvægar áskorani... (1.944 stafir til viðbótar)


Staða heimilislausra ungmenna með miklar og flóknar þjónustuþarfir í Reykjavík: Þýðisrannsókn úr gagnagrunni neyðarskýlanna hjá Reykjavíkurborg árið 2022
Höfundur
Aníta Rún Óskarsdóttir 1996-


Samkvæmt erlendum rannsóknum eru heimilislaus ungmenni einstaklingar sem eru yfirleitt að kljást við alvarleg vandamál, líkt og vímuefnaröskun, geðraskanir og í mörgum tilfellum tvíþættan vanda. Íslenskar úttektir á stöðu heimilislausra í Reykjavík árin 2009, 2012, 2017 og 2021 sýna einnig að vím... (1.619 stafir til viðbótar)