is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Segulómun af heila vegna gruns um heilablóðfall: Samanburður á milli tveggja ólíkra myndaraða
Höfundur
Íris Eir Ægisdóttir 1994-


Inngangur: Segulómrannsóknir er tiltölulega nýleg myndgreining miðað við aðrar myndgreiningaraðferðir. Í segulómun er ekki notast við jónandi geislun sem er kostur myndgreiningaraðferðarinnar. Í kjölfar fyrstu segulómrannsóknarinnar af höfði árið 1977 urðu segulómrannsóknir fljótlega fyrsta val m... (2.488 stafir til viðbótar)


Þegar snjóflóð falla í byggð. Tengslanet í viðbrögðum almannavarna
Höfundur
Eygló Traustadóttir 1983-


Í ritgerðinni er fjallað um tilviksrannsókn á þeim atburðum sem urðu þegar snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað í lok mars 2023 og fjöldi íbúa þurfti að rýma heimili sín. Fjallað er um atburðurinn, viðbrögð við honum og þátttakendur í viðbrögðum út frá greiningarramma Koliba, Meek og Zia um tengs... (926 stafir til viðbótar)


Framtannaskeljar: Samanburður á framleiðsluaðferðum
01. júlí


Tannsmíði , Tennur , Tanngervi
Höfundur
Arndís Hjörleifsdóttir 2001-


Tilgangur: Markmið lokaverkefnisins er að fjalla um þróun í framleiðslu framtannaskelja, þar sem áhersla er lögð á að skoða þá þætti sem stuðla að farsælli útkomu fyrir sjúklinga. Með heimildarýni var leitað svara við rannsóknarspurningunni: Er meðferð sjúklinga (18 ára og eldri) sem þurfa skelja... (1.784 stafir til viðbótar)


Úti í náttúrunni er dáldið mikið bara ekkert að frétta. Útvarpsþættir um sálfræðilega endurheimt náttúrunnar.
Höfundur
Steinunn Berglindardóttir 1963-


Það fjölgar hratt þeim jarðarbúum sem búa í þéttbýli. Áætlað er að eftir rúma tvo áratugi muni tveir þriðju hlutar mannkyns búa í þéttbýli. Til samræmis við mannfjöldann eykst áreiti og tækninýjungar hafa líka í för með sér fleiri áreiti og meiri hraða í nútímasamfélagi. Því fylgir eðlilega aukið... (2.521 stafur til viðbótar)


„Hve glöð er vor æska?“ Æskulýðsstarf og tengslanet sem greina má í lögum nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Höfundur
Vilborg Harðardóttir 1997-


Þessi ritgerð fjallar um Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021, tengslanetið sem þróast hefur í kringum þau og þátttöku í æskulýðsstarfi innan þess tengslanets sem lögin skapa. Markmið rannsóknarinnar er að skilja hvernig tengslanet í opinberri stjórnsýslu eru mótuð, hvað... (1.623 stafir til viðbótar)