is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Notagildi snjallúra fyrir einstaklinga með gáttatif. Fræðileg samantekt
miðvikudagur


Hjúkrunarfræði
Höfundur
Herdís Kristjánsdóttir 1992- , Steinunn Lind Guðmundsdóttir 1992-


Bakgrunnur: Gáttatif er algengasta tegund hjartsláttaróreglu og talið að algengi hennar fari stigvaxandi á komandi árum hjá fullorðnum eftir miðjan aldur. Með snjallúrum er hægt að bjóða upp á tækni sem auðkennir breyttan takt og getur ýtt undir sjálfsumönnun sjúklinga með gáttatif. Markmið: Að... (1.478 stafir til viðbótar)


Áverkar aldraðra: Meðferð aldraðra áverkasjúklinga og forgangsröðun. Fræðileg samantekt
miðvikudagur


Hjúkrunarfræði
Höfundur
Ívar Blöndahl Halldórsson 1991-


Bakgrunnur: Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar öldruðum sem verða fyrir hverskyns slysum og áverkum. Vegna breytingar á líkamsstarfsemi með hækkandi aldri, heilsufarssögu og sjúkdómsbyrði er margt sem þarf að hafa í huga við hjúkrun aldraðra eftir áverka samanborið við yngri sjúklinga. Ó... (1.687 stafir til viðbótar)


Samfelld þjónusta ljósmæðra: Ávinningur og áhætta: Fræðileg samantekt
miðvikudagur


Hjúkrunarfræði
Höfundur
Hjördís Magnúsdóttir 1995- , Anna Rósa Arnarsdóttir 1995-


Samfelld þjónusta ljósmæðra hefur mikið verið skoðuð undanfarin ár ásamt öðrum þjónustuformum. Mikið hefur verið skoðað hvaða þjónustuform barnshafandi konur og mæður kjósa helst og hvaða þættir þjónustunnar þeim finnast mikilvægir. Samfelld þjónusta hefur verið skilgreind á marga vegu en algenga... (2.607 stafir til viðbótar)


„Að trúa á eigin getu": Sjálfsöryggi og móðurhlutverkið
miðvikudagur


Hjúkrunarfræði
Höfundur
Nichole Katrín Salinas 1995- , Rósa Sól Jónsdóttir 1996-


Bakgrunnur: Sjálfsöryggi er hugtak sem gegnir mikilvægu hlutverki í barneignarferlinu. Það hefur áhrif á aðgerðir einstaklinga og fer eftir því hvaða færni og hæfileika þeir telja sig búa yfir. Stuðst var við sjálfsöryggislíkan sálfræðingsins Albert Bandura þar sem hann fjallar um áhrifaþætti; þæ... (1.600 stafir til viðbótar)


Veldur sjaldgæfur íslenskur arfbreytileiki í HMBS geni slitróttri bráðaporfýríu?
miðvikudagur


Læknisfræði
Höfundur
Kjartan Helgason 1996-


Inngangur: Slitrótt bráðaporfýría (AIP) er sjaldgæfur, ríkjandi erfðasjúkdómur sem hefur ekki verið greindur hjá Íslendingi. Sjúkdómurinn stafar af vanvirknibreytingu í HMBS geni sem kóðar fyrir ensími í myndunar-ferli hems. Þegar álagið á ferlið eykst geta klínísk einkenni sjúkdómsins komið fram... (2.686 stafir til viðbótar)