is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Stuðningur við aðstandendur aldraðra: Reynsla uppkominna barna af umönnun foreldra
föstudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Margrét Einarsdóttir 1991-


Þörfum aldraðra sem búa heima er að miklu leyti mætt af aðstandendum og er hlutverk þeirra veigamikið þegar kemur að stuðningi við heilsu, vellíðan, sjálfstæði og lífsgæði aldraðra. Umönnunarhlutverk aðstandenda getur haft í för með sér ýmiss áhrif á líf og líðan þeirra og er því mikilvægt að vei... (1.561 stafur til viðbótar)


Tilkynningar til barnaverndaryfirvalda: Samræmi á meðal fulltrúa nemendaverndarráða
föstudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Thelma Rut Guðmundsdóttir 1989-


Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna samræmi á meðal fulltrúa nemendaverndarráða í grunnskólum á Íslandi í því hvenær sé tilefni til þess að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Leitast var við að bera saman mál eftir því hvort um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barns var að ræða. Mar... (1.591 stafur til viðbótar)


Virðingarríkt tengslauppeldi. Reynsla foreldra hér á landi
föstudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Tanja Karen Salmon 1991-


Virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisnálgun þar sem sérstök áhersla er lögð á að bera virðingu fyrir barninu strax við fæðingu. Börn þeirra sem aðhyllast umrædda uppeldisnálgun eru hvött til að tjá tilfinningar sínar þar sem þær eru ávallt samþykktar og viðurkenndar af foreldrum. Börnunum er b... (949 stafir til viðbótar)


„Hann er með miklu, miklu hærri laun en ég“. Þættir sem hafa áhrif á hvernig foreldrar haga fæðingarorlofi
föstudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Steinunn Katla Sævarsdóttir 1994-


Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig foreldrar taka ákvörðun um tilhögun fæðingarorlofs og hvaða þætti þeir telja hafa áhrif á ákvörðun sína. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar. Foreldrar voru valdir með tilgangsúrtaki, valdir voru þátttakendur sem he... (1.835 stafir til viðbótar)


Lögræði einstaklinga með geðraskanir: Með hliðsjón af síðari breytingum lögræðislaga - lögum nr. 84/2015
föstudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Ágústa Sól Pálsdóttir 1990-


Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða málefni einstaklinga sem sviptir hafa verið sjálfræði, fjárræði eða lögræði með dómsúrskurði á grundvelli geðraskana. Gerð var innihaldsgreining á dómsúrskurðum sem fallið hafa í málaflokknum lögræðismál við héraðsdóm Reykjavíkur síðastliðin átta ár. Lögræði... (1.636 stafir til viðbótar)