Í þessari ritgerð er fjallað um synjunarvald eða 26. gr. stjórnarskrárinnar. Í stuttu máli er það valdið sem forseti íslands hefur til þess að synja lagafrumvarpi og koma því í hendur þjóðarinnar sem tekur ákvörðun um hvort eigi að synja eða samþykkja lagafrumvarpið. Farið verður yfir upphaf stjó... (303 stafir til viðbótar)
Rannsókn þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gagnsemi samfélagsvinnu-verkefnisins Saumó- tau með tilgang við að aðstoða flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd að fást við mikilvægar áskorani... (1.944 stafir til viðbótar)
Samkvæmt erlendum rannsóknum eru heimilislaus ungmenni einstaklingar sem eru yfirleitt að kljást við alvarleg vandamál, líkt og vímuefnaröskun, geðraskanir og í mörgum tilfellum tvíþættan vanda. Íslenskar úttektir á stöðu heimilislausra í Reykjavík árin 2009, 2012, 2017 og 2021 sýna einnig að vím... (1.619 stafir til viðbótar)
Rannsóknin fjallar um skólasóknarvanda grunnskólabarna í Reykjavík út frá upplifun og reynslu fagaðila á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á reynslu þeirra af birtingarmyndum og þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir, auk þeirra úrræða sem er... (1.708 stafir til viðbótar)
Einmanaleiki er útbreiddur lýðheilsuvandi á heimsvísu sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Margar rannsóknir hafa staðfest tengsl einmanaleika við margskonar líkamleg veikindi og skaðsemi mikils og langvarandi einmanaleika jafnast á við skaðsemi reykinga, hreyfingarleysis og offitu. Fles... (1.382 stafir til viðbótar)