is Íslenska en English

Um vefinn

Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

Skemman var upphaflega sameiginlegt þróunarverkefni Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands og var hýst hjá Kennaraháskólanum frá 2006 til 2009. Vorið 2008 var samþykkt að Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn tæki við hýsingu Skemmunnar og rekstri hennar. Nokkru fyrr eða 21. febrúar 2008 samþykkti Háskólaráð Háskóla Íslands einróma erindi frá samstarfsnefnd HÍ og safnsins um rafræn skil og varðveislu lokaritgerða nemenda til safnsins. Háskólinn á Bifröst, Listaháskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands fengu aðild að Skemmunni á svipuðum tíma og Háskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík hefur verið þátttakandi í Skemmunni frá og með haustinu 2010 og Háskólinn á Hólum frá því í lok árs 2011.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn styður opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vinnur markvisst að því að vísindalegt efni verði sem víðast aðgengilegt, ekki síst niðurstöður rannsókna sem unnar eru fyrir opinbert fé.

Vefurinn byggir á DSpace hugbúnaðinum.