is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Börn sem stunda áhættuhegðun. Tengsl þeirra við foreldra.
Höfundur
Jónheiður Gunnarsdóttir 1997-


Áhættuhegðun barna er margslungið vandamál sem samfélagið í heild sinni glímir við og þarf að takast á við. Orsakir áhættuhegðunar geta verið af ýmsu tagi en í þessari ritgerð er kannað hvort að tengslamyndun barna og foreldra hafi áhrif á áhættuhegðun. Einnig er athugað hvort að samband við fore... (1.305 stafir til viðbótar)


Félagslegur stuðningur við einstaklinga með heilabilun. Þróunarverkefnið Sigurvin
Höfundur
Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir 1996-


Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun og reynslu aðstandenda á þjónustu þróunarverkefnisins Sigurvin, sem er tilraunaverkefni til tveggja ára á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að öðlast betri þekkingu og kanna hvaða áhrif félagslegur stuðningur við einstaklinga... (1.641 stafur til viðbótar)


„Vímuefni eru það sem ég hef notað til að friða mig.. þegar ekkert annað gerir það.“ Tengsl áfalla og vímuefnaröskunar
Höfundur
Marín Mánadóttir 1994-


Markmið rannsóknarinnar var að að varpa ljósi á, lýsa og skilja upplifun og reynslu einstaklinga sem hafa átt við vímuefnaröskun að stríða. Að auki var markmiðið að skoða áföll og ákveðna þætti í æsku sem kunna að hafa neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra sem og hvort þessir einstaklingar eiga áfallas... (1.690 stafir til viðbótar)


Kynslóðaarfur. „Er þetta eitthvað ótrúlegt, ert þú ekki sonur minn?“
Höfundur
Maren Freyja Haraldsdóttir 1986-


Talið er að það sé mikilvægur hluti af þroskaferli einstaklings á síðari hluta lífsskeiðs að sætta sig við eigin lífsreynslu í heild sinni þegar dauðinn nálgast. Spurningar um arfleifð, áhrif og merkingu lífsins gera þá gjarnan vart við sig. Einstaklingur sem er sáttur með tilvist sína er líklegr... (1.925 stafir til viðbótar)


Hamingjuríkt parasamband foreldra: Mikilvægi jafnræðis og stuðnings í parasamböndum á annatíma lífsins
Höfundur
Margrét Thelma Líndal Hallgrímsdóttir 1993-


Gögn frá Hagstofu Íslands sýna að hæsta tíðni sambúðarslita er á meðal foreldra á fyrstu þremur árum í lífi barns þeirra. Erlendar rannsóknir sýna að sambandsánægja foreldra, sér í lagi foreldra ungra barna sé umtalsvert minni en sambandsánægja barnlausra para. Lífsskeiðið þar sem pör verða forel... (3.316 stafir til viðbótar)