is Íslenska en English

Safn námsritgerða
og rannsóknaritaNýtt í Skemmunni


Með læsi í farteskinu opnast nýr heimur : lengi býr að fyrstu gerð
Höfundur
Þórunn Valdimarsdóttir 1954-


Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er lagður grunnur að undirstöðuþáttum máls og læsis gegnum málörvun og vinnu með fjölbreytta þætti bernskulæsis. Á leikskólaárunum eru börn að leggja grunn að tungumálinu, þar sem leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eru ásamt foreldrum, mikilvægar ... (2.072 stafir til viðbótar)


Kostir og gallar stýrinets
miðvikudagur


Opinber stjórnsýsla
Höfundur
Sigríður Björk Guðjónsdóttir 1969-


Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta kosti og galla stýrineta með tilliti til þess hvort stýrinet sem stjórnunarform geti verið kostur fyrir stjórnunareiningar þar sem unnið er á jafnréttisgrundvelli þvert á geira, þ.e. í samvinnu ríkis, einkamarkaðar og félagasamtaka. Rannsóknarspurningin e... (1.563 stafir til viðbótar)


„Mér finnst það bara best, að vera út af fyrir mig“ Reynsla og upplifun einstaklinga í húsnæði með stuðningi, íbúa og starfsfólks í íbúðakjörnum fyrir einstaklinga með geðfötlun á vegum Reykjavíkurborgar
þriðjudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Ásta Erla Jakobsdóttir 1991-


Félagsleg virkni og þátttaka í samfélaginu eru þættir sem hafa áhrif á lífsgæði einstaklinga. Geðræn vandkvæði geta haft áhrif á færni einstaklinga þegar kemur að þessum þáttum og leitt af sér skerðingu á lífsgæði þeirra. Þeir sem glíma við geðræn vandkvæði geta þurft á stuðningi að halda þegar k... (1.704 stafir til viðbótar)


„Léttir að ég væri ekki vitlaus“ Upplifun og reynsla nemenda við Háskóla Íslands með ADHD greiningu
þriðjudagur


Félagsráðgjöf
Höfundur
Guðný Helena Guðmundsdóttir 1977-


Aukinn fjöldi fólks sækir um háskólanám sem ýtir undir fjölbreytileika nemenda og þar með fjölgar þeim sem glíma við ýmsar hindranir tengdar námi. Þessi nemendahópur þarf oft á tíðum meiri stuðning, og hefur mismunandi þarfir og væntingar. Nemenda hópurinn hefur oft á tíðum aðrar væntingar og þar... (1.304 stafir til viðbótar)


"Þá er maður að kveikja einhverja neista": Hlutverk skólasafns við að efla lestrargetu og lestrargleði.
mánudagur


Upplýsingafræði
Höfundur
Sigríður Margrét Hlöðversdóttir 1963-


Ritgerð þessi er lokaverkefni til MIS gráðu í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Hún fjallar um notkun skólasafns við kennslu í fyrsta til fjórða bekk grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á reynslu umsjónarkennara, sérkennara og skólasafnskennara af starfsemi skólasafna. Á... (1.428 stafir til viðbótar)